top of page

Styrkir 2025

Styrkur að upphæð kr. 250.000,- til Bergsins Headspace

Félagið styrkti Bergið Headspace, stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri, um kr. 250.000,-.

Ákvörðun um styrkinn var tekin á aðalfundi félagsins 3. mars 2025 og var styrkurinn formlega afhentur  7. apríl 2025 á kaffifundi félagsins.

Áhersla styrkveitinga aðalfundar að þessu sinni var á stuðning við andlega heilsu, sér í lagi ungmenna. 

​

Styrkur að upphæð kr. 250.000,- til starfsstöðvar Píeta samtakanna, á Reyðarfirði

Félagið styrkti nýja starfsstöð Píeta samtakanna á Reyðarfirði um kr. 250.000,- .

Ákvörðun um styrkinn var tekin á aðalfundi félagsins 3. mars 2025 og var styrkurinn formlega afhentur  1. september 2025.

Áhersla styrkveitinga aðalfundar að þessu sinni var á stuðning við andlega heilsu, sér í lagi ungmenna. 

​

Styrkir 2024

Styrkur til Jónínu Hörpu Njálsdóttur og fjölskyldu í Neskaupstað

Félagið styrkti Jónínu Hörpu og fjölskyldu um kr. 122.500,- í kjölfar þess að hún missti bæði ungan son og eiginmann með stuttu millibili. Fjölskyldan á rætur og tengsl víða um Austurland og þessir sorglegu atburðir hafa snert marga. 

Ákvörðunin um styrkveitinguna var tekin á septemberfundi félagsins 2024 þegar tillaga stjórnar um að öll innkoma fundarins rynni til fjölskyldunnar var samþykkt samhljóða. 

​

Styrkur til Krafts að upphæð kr. 300.000,-

Félagið styrkti stuðningsfélagið Kraft um kr. 300.000,-.   Ákvörðun um styrkveitinguna var tekin á aðalfundi félagsins í marsmánuði 2024 og var styrkurinn afhentur Krafti 5. apríl 2024.

Styrkur að upphæð 200.000 kr. til HSA til kaupa á blóðþrýstingsmælum

Félagið keypti fjóra blóðþrýstingsmæla og mancettur handa Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) fyrir heimahjúkrun á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, samtals að upphæð kr. 200.000,-.

Ákvörðun um styrkveitinguna var tekin á aðalfundi félagsins í marsmánuði 2024.  Haft var samráð við HSA varðandi búnaðarkaupin.

​

Styrkir 2023

Styrkur að upphæð kr. 100.000,- vegna snjóflóða

Félagið styrkti söfnun á vegum Rótarýklúbbs Neskaupstaðar sem ætlað var að mæta fjárhagslegu tjóni fjölskyldna í Neskaupstað vegna snjófljóða í mars 2023.  Ákvörðun um styrkveitinguna var tekin á aprílfundi félagsins 2023.

Sjúkrabílabangsar til Vopnafjarðar

Félagskonur prjónuðu bangsa í sjúkrabílinn á Vopnafirði. Bangsarnir eru til gjafa til barna sem þurfa á sjúkraflutningi að halda og eru þeim til huggunar í erfiðum aðstæðum. Bangsarnir voru sendir austur í septembermánuði 2023 og hafa vonandi komið að góðu gagni.

Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page