Aprílfundurinn verður 8. apríl nk.
- Stjórnin
- Apr 1, 2024
- 1 min read

Aprílfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 8. apríl nk. kl. 20 í Grensáskirkju.
Á fundinum verður spilabingó með fjölbreyttum vinningum og einnig verður kynning á helstu þáttum fyrirhugaðrar dagsferðar félagsins.
Kaffihlaðborðið verður á sínum stað og sem fyrr kostar 2.000 krónur inn á fundinn. Þátttaka í bingóinu kostar svo 1.000 krónur.
Ekki verður posi á staðnum þannig að greiða þarf með peningum eða millifæra á reikning félagsins.
Það stefnir í notalega kvöldstund enda vorið framundan.
Sjáumst!



Comments