top of page
Search

Austfirskar skvísur tóku Akranes með trompi!

  • Stjórnin
  • Sep 21
  • 1 min read

Updated: Sep 29

ree

Þrjátíu skvísur úr Félagi austfirskra kvenna í Reykjavík lögðu land undir fót laugardaginn 13. september, í dagsferð félagsins sem bar yfirskriftina Skvísuferð á Skagann!

Sól skein í heiði, sólgleraugun voru sett á nefið og þó að lognið færi dálítið hratt í byrjun ferðar var ekki hægt að kvarta yfir nokkrum hlut þegar leið á daginn.

Hópurinn söng í Vitanum og hljómaði Kátir voru karlar vítt og breitt um Akranesið. Byggðasafnið að Görðum var heimsótt, þar sem hópurinn lenti óvænt í miðri kartöfluhátíð! Margar nýttu tækifærið og keyptu nýupptekið smælki og næpur, nammi namm! Líklega soðning á boðstólum á hverju heimili ferðalanganna næstu dagana.

Ekki má gleyma búðarápinu sem skilaði dýrindis góssi í rútuna. Ef þið sjáið vel klædda konu á ferðinni næstu dagana þá eru miklar líkur á að þar fari félagskona sem dressaði sig upp á Skaganum.

Hjónin Rán Kristinsdóttir og Fannar Baldursson, eigendur Verslunarinnar Bjarg, tóku einstaklega vel á móti hópnum og buðu upp á léttar veitingar og góð tilboð. Fleiri búðir voru einnig heimsóttar.

Að lokum var snætt í golfskálanum og þar vantaði ekkert upp á í mat og þjónustu hjá snillingunum frá Galito.


Stjórnin þakkar hópnum fyrir frábæra samveru og skemmtun!


ree

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page