top of page
Search

Aðalfundur 2024

  • Stjórnin
  • Feb 21, 2024
  • 1 min read
ree

Aðalfundur Félags austfirskra kvenna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 4. mars 2024, í safnaðarsal Grensáskirkju.

Athugið að fundurinn hefst kl. 19:00!


Til að hleypa birtunni betur að okkur þá er glimmerþema á fundinum.

Þær sem það vilja og geta, mæta í glitrandi glimmeri - það er þó alls ekki skilyrði.

Hvað er betra á mánudagskvöldi í mars en að skína skært og vera gordjöss í góðra vina hópi?

Allar félagskonur eru hvattar til að mæta til fundar og aðrar áhugasamar konur um starfsemi félagsins eru einnig velkomnar, eins og á alla aðra fundi félagsins. Aðeins félagskonur geta þó greitt atkvæði á fundinum.


Skráning er skilyrði fyrir mætingu og með því að smella á skráningarhlekkinn hér fyrir neðan getið þið skráð ykkur með einföldum hætti:


Aðgangseyrir að þessu sinni er kr. 5.500,-, og er greiddur við innganginn. Munið að það er ekki posi á staðnum! Á fundinum verður boðið upp á dýrindis grillhlaðborð frá Grillvagninum og kaffi og konfekt á eftir.


Dagskrá:

Kl. 19:00 Formaður setur fund og skýrir fyrirkomulag

Hallur Ásgeirsson tónlistarmaður flytur nokkur lög

Kl. 19:30 Grillhlaðborð frá Grillvagninum (lamb og kjúklingur)

Kl. 20:00 Kaffi og konfekt - Aðalfundarstörf halda áfram:

- Fundarstjóri og fundarritari kjörnir

- Skýrsla stjórnar

- Reikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar

- Árgjald fyrir 2024

- Kosning stjórnar (núverandi stjórn var kjörin til 2ja ára 2023 og verða því ekki kosningar í stjórn að þessu sinni)

- Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga

- Önnur mál

Kl. 21:00 Áætluð fundarslit. Við tekur spjall og gaman fram eftir kvöldi.


Hlökkum mikið til að sjá ykkur og eiga með ykkur glim(me)randi stund.

Stjórnin




 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page