Aðalfundur 2025
- Stjórnin
- Feb 19
- 2 min read
Updated: Feb 20

Aðalfundur Félags austfirskra kvenna í Reykjavík verður haldinn í safnaðarsal Grensáskirkju mánudaginn 3. mars kl. 19:00.
Aðgangseyrir er kr. 6.500 og er greiddur við innganginn með peningum. Boðið verður upp á grillhlaðborð að hætti Grillvagnsins, líkt og í fyrra. Tvær tegundir af kjöti, meðlæti, gos og svo kaffi og sætt á eftir.
Á fundinum verður hattaþema en tekið skal fram að það er valkvætt að mæta með hatt :-). Hver kemur eins og hann helst vill til fundar en þær sem eru í hattastuði eru hvattar til að láta vaða.
Skráning er skilyrði fyrir mætingu. Hægt er að smella á skráningarhlekkinn hér fyrir neðan og skrá sig eða með því að hringja í Oddnýju Völu í 8611695 eða Herdísi 8923731:
Dagskrá:
Kl. 19:00 Formaður setur fund og skýrir fyrirkomulag.
Skemmtiatriði.
Kl. 19:30 Grillhlaðborð frá Grillvagninum
Kl. 20:00 Kaffi og sætt - Aðalfundarstörf halda áfram:
- Fundarstjóri og fundarritari kjörnir
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar
- Tillögur stjórnar lagðar fram til afgreiðslu (ath! tenglar á skjöl í texta):
- Kosning stjórnar
Kosið er um formann sérstaklega og 6 meðstjórnendur til eins árs.
Allar félagskonur geta boðið sig fram til stjórnarstarfa en óskað er eftir því að upplýsingar um ný framboð berist til formanns félagsins í síðasta lagi 24. febrúar.
Sex af sjö í stjórn félagsins hyggjast bjóða sig aftur fram til stjórnarstarfa, þar á meðal formaður félagsins.
- Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
Kl. 21:00 Áætluð fundarslit.
Við tekur spjall og gaman fram eftir kvöldi.
Við hvetjum félagskonur og aðrar áhugasamar til að mæta á aðalfundinn.
Hlökkum mikið til að sjá ykkur og eiga með ykkur góða stund!
Stjórnin



Comments