Aðalfundur félagsins 2023
- Stjórnin
- Mar 11, 2023
- 1 min read
Aðalfundur Félags austfirskra kvenna var haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 6. mars 2023. Þangað mættu 42 félagskonur og var góð stemning á fundinum.
Fjórar stjórnarkonur gáfu ekki kost á sér áfram og var þeim þakkað kærlega fyrir góð störf, með lófataki og blómum. Þær sem gengu úr stjórn að þessu sinni var Björg S. Blöndal fráfarandi formaður, Guðný Þorvaldsdóttir, Guðný Sölvadóttir og Pálína Karlsdóttir. Myndin hér fyrir neðan er tekin við það tækifæri en á hana vantar Björgu, sem forfallaðist vegna veikinda.

Kjörin var ný sjö kvenna stjórn félagsins og var Oddný Vala Kjartansdóttir frá Stöðvarfirði kjörin nýr formaður félagsins. Aðrir í stjórn voru kjörnar þær Bjarney Aðalheiður Pálsdóttir frá Reyðarfirði, Halla Kjartansdóttir frá Stöðvarfirði, Herdís Pétursdóttir frá Fáskrúðsfirði, Kristín Ásbjarnardóttir frá Djúpavogi, Kristín Hjartardóttir frá Djúpavogi og Margrét Fríða Unnarsdóttir frá Stöðvarfirði. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig að Margrét Fríða er varaformaður, Kristín Á. er gjaldkeri, Halla er ritari og þær Herdís, Kristín H. og Bjarney Aðalheiður eru meðstjórnendur.
Árgjald félagsins var hækkað um kr. 500 og er nú kr. 3.000. Innheimta árgjalds stendur fram að sumarhléi í maílok.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var snæddur kvöldverður sem Grillvagninn annaðist og allir voru hæstánægðir með!
Hér má sjá nýju stjórnina. Frá vinstri: Halla, Herdís, Kristín Á., Kristín H., Oddný Vala, Bjarney Aðalheiður og Margrét Fríða.




Comments