Aðalfundurinn hefst kl. 19:00!
- Stjórnin
- Mar 3, 2024
- 1 min read

Nú styttist í aðalfund félagsins. Hann hefst kl. 19:00 mánudaginn 4. mars í Grensáskirkju. Fundurinn hefst klukkustund fyrr en hefðbundnir fundir þar sem að boðið verður upp á mat að þessu sinni. Krafa var gerð um skráningu á fundinn. Rétt rúmlega 60 skráðu sig svo það stefnir í líflegan fund! Á fundinum verður glimmerþema og við hvetjum þær sem það vilja og geta, að mæta glitrandi til fundar.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur allar!



Comments