top of page
Search

Bangsar á austurleið

  • Stjórnin
  • Sep 8, 2023
  • 1 min read


ree

Í sumarhléi félagsstarfsins prjónuðu félagskonur sjúkrabílabangsa fyrir sjúkrabílinn á Vopnafirði, sem Slökkvilið Vopnafjarðar hefur umsjón með. Þeir eru ætlaðir í gjafir til barna sem þurfa sjúkraflutning með bílnum.

Það er eriftt að veikjast eða slasast og þurfa flutning með sjúkrabíl, ekki síst fyrir lítil börn og þá getur skipt öllu máli að fá mjúkan bangsa til að halda um í gegnum hremmingarnar.


Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði hjá Bjarneyju Aðalheiði, stjórnarkonu félagsins, sem á lítinn ömmudreng sem þurfti á sjúkraflutningi að halda og var alsæll með bangsann sinn, sem hann fékk í ferðinni.

Haft var samband við Heilbrigðisstofnun Austurlands og þau könnuðu þörfina í bílum á svæðinu. Upp úr dúrnum kom að það voru ekki til bangsar á Vopnafirði. Því hefur nú snarlega verið reddað og bangsarnir eru lagðir af stað í langferð austur . Þeim fylgja hlýjar kveðjur og góðar óskir frá Félagi austfirskra kvenna í Reykjavík.


 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page