Bleikur októberfundur
- Stjórnin
- Sep 30, 2024
- 1 min read

Októberfundur félagsins verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 7. október nk. kl. 20:00.
Októbermánuður er tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini og af því tilefni hvetjum við félags- og fundarkonur að mæta í bleiku til fundarins. Tilvalið tækifæri til að skarta bleiku slaufunni, þær sem eiga nælur, hálsmen, klúta eða peysur.
Sem fyrr kostar einungis 2.000,- inn á fundinn og er bæði hægt að millifæra upphæðina eða greiða hana með peningum því enginn er posinn.
Gestir fundarins verða tveir og hafa þeir báðir tengingu við Djúpavog að þessu sinni.
Róbert Jóhannsson flytur erindi en hann er bæði stjórnarmaður í stuðningsfélaginu Krafti, sem félagið styrkti með fjárupphæð fyrr á árinu, og hefur einnig sjálfur þurft á þjónustu Krafts að halda á meðan hann barðist við krabbamein. Róbert þekkja einnig margir úr útvarpi og sjónvarpi en hann er fréttamaður hjá RÚV.
Hjördís Björg Kristinsdóttir ljóðskáld mun kynna bók sína Grætur Guð? sem inniheldur hækur um lífið og tilveruna. Hjördís Björg mun lesa upp úr bókinni nokkrar vel valdar hækur en hækan er japanskt ljóðform án ríms og stuðla, fábrotin, hógvær og hljóðlát.
Það verður skemmtilegt að fá að kynnast þeim Róbert og Hjördísi, eiga saman notalega kvöldstund og njóta kaffiveitinganna.
Vonumst til að sjá sem flestar á fundinum!



Comments