top of page
Search

Blóðþrýstingsmælarnir afgreiddir

  • Stjórnin
  • Aug 16, 2024
  • 1 min read

Updated: Aug 29, 2024


ree

Á aðalfundi félagsins síðastliðið vor var samþykkt að gefa Heilbrigðisstofnun Austurlands fimm blóðþrýstingsmæla til heimahjúkrunar á svæðinu.

Mikil bið var eftir mælunum hjá heildsölunni en nú er loksins búið að afgreiða þá til okkar og hafa þeir verið sendir austur ásamt hlýjum kveðjum og góðum óskum frá félaginu. Vonandi munu þeir nýtast vel við aðhlynningu aldraðra og sjúkra fyrir austan.

Það verður að segjast að það er góð tilfinning að sjá félagsstarfið okkar skila af sér til samfélagsins og við hlökkum til að gera enn betur á þessum vettvangi næstu misserin.


Takk kærlega fyrir ykkar framlög, kæru félagskonur og velunnarar félagsins

ree

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page