top of page
Search

Febrúarfundur framundan

  • Stjórnin
  • Feb 1, 2024
  • 1 min read

ree

Jæja, þá er okkur ekki lengur til setunnar boðið.

Kominn er tími til að keyra í gang félagsstarf ársins af fullum krafti.


Við boðum til fyrsta kaffifundar félagsins mánudaginn 5. febrúar nk. kl. 20:00 í Grensáskirkju.

Á fundinum mun Jónína Dagmar flytja erindi um formæður og farið verður yfir starfsemi félagsins fram að sumri. Mögulega bætast fleiri dagskrárliðir við fram að fundi. Kaffihlaðborðið verður einnig á sínum stað en það verður í umsjón Djúpavogskvenna, að þessu sinni. Verður væntanlega ekki í kot vísað í þeim efnum.

Árið 2024 er hlaupár og því græðum við einn dag þennan febrúarmánuð. Alltaf gott að græða aukadag endrum og sinnum til að njóta, upplifa og þakka.

Þetta er gert til að leiðrétta skekkju í tímatali sem orsakast af því að árstíðaárið er í raun og veru 365,2422...dagar. Í Gregoríska tímatalið koma þau að meðaltali upp á rúmlega fjögurra ára og 45 daga fresti en gregoríska tímatalið var tekið upp á Íslandi árið 1700. Þá var 10 dögum sleppt úr, svo að í stað 1. október kom 11. október. Dagarnir 1.-10. október árið 1700 hafa því aldrei verið til á Íslandi, svo merkilega sem það hljómar!

Þetta var fróðleiksmoli í boði Wikipedia, frjálsa alfræðiritsins. Alveg ókeypis :-).


Við hlökkum til að hitta sem flestar á fundinum og eiga skemmtilegt spjall um lífið, tilveruna og viðburði ársins. Verið hjartanlega velkomnar!

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page