Fjör á aðalfundi félagsins!
- Stjórnin
- Mar 7, 2024
- 1 min read

Það voru glitrandi fínar konur sem stormuðu til aðalfundar Félags austfirskra kvenna mánudaginn 4. mars sl. enda glimmerþema á fundinum.
Um 60 konur mættu á fundinn og var mikil stemming í hópnum.
Hallur Ásgeirsson tónlistarmaður frá Djúpavogi flutti í byrjun fundar nokkur Bubbalög sem féllu vel í kramið hjá fundarkonum. Hallur vinnur einmitt við sýninguna Níu líf, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu og fjallar um líf Bubba Morthens.
Boðið var upp á dýrindis hlaðborð frá Grillvagninum þar sem allir fengu eitthvað við sitt hæfi. Kaffi og konfekt á eftir.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum, sem innihéldu m.a. flutning skýrslu stjórnar, samþykkt reikninga, kosningu skoðunarkvenna reikninga og samþykkt styrkúthlutana, spilaði Jóna Hallgrímsdóttir nokkur skemmtileg vorleg lög á harmonikkuna og var vel tekið undir í söng. Tvær konur áttu afmæli þetta kvöld og var afmælissöngurinn að sjálfsögðu sunginn fyrir þær, með undirspili frá Jónu.
Ársskýrslu ásamt ársreikningi félagsins má lesa með því að smella hér.
Myndabás var á fundinum og voru margar skemmtilegar myndir teknar af þátttakendum. Myndirnar er hægt að skoða á myndasíðu félagsins.
Fundargerð frá fundinum má finna hér.







Comments