top of page
Search

Frábær nóvemberfundur að baki!

  • Stjórnin
  • Nov 5, 2024
  • 1 min read
ree

Það var smekkfullur salur af austfirskum konum í Grensáskirkju mánudaginn 4. nóvember sl. Um 70 konur mættu til fundar enda mjög flott dagskrá í boði.

María Bóel Guðmundsdóttir söngkona úr Neskaupsstað flutti þrjú frumsamin lög við eigin undirleik á píanó. Virkilega fallegur flutningur og heillaði María Bóel alla upp úr skónum.

Benný Sif Ísleifsdóttir rithöfundur frá Eskifirði kynnti nýútgefna bók sína, Speglahúsið. Bókin fjallar um hárgreiðslukonu sem flyst búferlum til Mjóafjarðar og eru örugglega margar fundarkonur komnar með nefið ofan í miðja bók í dag, eftir að hafa keypt eintak í gær. Benný Sif á marga dygga lesendur enda féllu margir kylliflatir fyrir bókum hennar um Gratíönu. Við óskum Bennýju Sif innilega til hamingju með bókina.

Margrét Sæberg hjá Logy fatnaði kom á fundinn með heilu slárnar af flottum fötum og fengu fundargestir að skoða og máta að vild meðfram fundardagskránni. Voru margir sem vingsuðu innkaupapokum á heimleið af fundinum og skarta nú hlýjum og fínum flíkum frá Logy. Margrét, sem átti heima á Stöðvarfirði um tíma, er hress og skemmtileg kona. Hún lumaði á skemmtilegri frásögn um það hvernig hún missti trú á tilveru jólasveinsins á meðan hún bjó á Stöddanum :-).

Kaffihlaðborðið sívinsæla svignaði undan kræsingum sem runnu út eins og heitar lummur.

Stjórnin kann öllum þeim sem mættu bestu þakkir fyrir komuna og ekki síður gestunum fyrir þeirra frábæra framlag til fundarins. Kaffinefnd fundarins fær einnig góðar þakkir fyrir flottar veitingar.

ree
ree
ree

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page