top of page
Search

Fræðsluerindi og falleg tónlist á maífundi félagsins

  • Stjórnin
  • May 9, 2023
  • 1 min read

ree

Maífundur félagsins fór fram 8. maí sl. og var vel mætt á fundinn eða um 40 konur.


Ásgerður Guðmundsdóttur íþróttakennari og sjúkraþjálfari flutti fræðsluerindi um heilsueflingu 60+. Ásgerður minnti á nauðsyn þess að hreyfa sig daglega. Hún sýndi einfaldar og góðar æfingar sem gera má með lítilli fyrirhöfn heima fyrir. Hún kynnti einnig ýmsar heilsuvörur sem geta auðveldað æfingar og aukið vellíðan. Ásgerður endaði fræðsluerindið með því að fá allar fundarkonur með sér í léttar æfingar. Hún flutti fræðsluerindið sitt án endurgjalds og kom einnig færandi hendi með hollustu vörur fyrir fundarmeðlimi og kann félagið henni bestu þakkir fyrir.


Sólmundur Friðriksson frá Stöðvarfirði og dætur hans tvær, Hildur og Agnes fluttu fjögur gullfalleg lög við gítarundirleik Sólmundar. Virkilega fallegur flutningur og skemmtilegur flutningur hjá þeim og var þeim vel tekið. Þau fluttu tónlistaratriði sitt án endurgjalds og Sólmundur gaf einnig andvirði þeirra geisladiska með tónlist hans, sem seldust á fundinum, til félagsins. Kann félagið þeim bestu þakkir fyrir tónlistina fallegu og einnig fyrir stuðninginn og velviljann til félagsins.


Kaffiborðið var glæsilegt að vanda.

Starf félagsins liggur að mestu niðri í sumar en fyrsti fundur haustsins verður haldinn mánudaginn 4. september.

ree
ree
ree
ree

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page