top of page
Search

Góðir gestir á októberfundi félagsins

  • Stjórnin
  • Oct 16, 2024
  • 1 min read

Updated: Nov 5, 2024

ree

Það var vel mætt á kaffifund félagsins mánudagskvöldið 7. október sl. Í tilefni af bleikum október þá var bleiki liturinn allsráðandi á fundinum .

Tveir gestir mættu til fundarins.


Róbert Jóhannsson stjórnarmaður stuðningsfélagsins Krafts skýrði frá starfsemi félagsins og sagði einnig frá persónulegri reynslu sinni af þjónustu og stuðningi félagsins þegar hann glímdi sjálfur við krabbamein. Með honum var Valdimar, sonur hans, sem gerði frábæra hlaðvarps- og útvarpsþætti um það hvernig það er að eiga mömmu eða pabba með krabbamein. Við hvetjum ykkur til að skoða þættina hans Valdimars á KrakkaRúv. Hér er vefslóðin á þá:

Þess má geta að Félag austfirskra kvenna í Reykjavík styrkti Kraft um 300 þúsund krónur fyrr á árinu, skv. samþykkt aðalfundar þar að lútandi.


Hjördís Björg Kristinsdóttir kynnti bók sína Grætur Guð? sem hefur að geyma hækur um lífið og tilveruna en hækan er japanskt ljóðaform án ríms og stuðla. Flutti Hjördís Björg nokkrar hækur úr bókinni fyrir fundargesti og gafst áhugasömum tækifæri til að kaupa sér eintak. Félagið óskar Hjördísi Björgu innilega til hamingju með útgáfu bókarinnar.


Bæði Róbert og Hjördís Björg tengjast Djúpavogi.


Að venju var mikið skrafað í öllum hornum, sumir tóku prjónana með og allir gátu notið kaffiveitinganna.

Stjórnin þakkar fyrir frábæran fund og hlakkar að að sjá sem flesta á þeim næsta, sem haldinn verður 4. nóvember nk.

ree
ree
ree

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page