top of page
Search

Haustferðin varð haustlægð að bráð :-/

  • Stjórnin
  • Sep 12, 2023
  • 2 min read

Updated: Sep 13, 2023


ree

Í kvöld kom stjórn félagsins saman til að ræða stöðuna sem komin er upp vegna slæmrar veðurspár á laugardaginn, þegar haustferð félagsins var áætluð. Það má segja að það sé sannkölluð haugarigning og hvassviðri í kortunum á Suðurnesjunum, bæði skv. Veðurstofunni og norska veðurvefnum yr.no.

Spáð er allt upp í 18 m/s, sem er allt of mikið fyrir skemmtireisu sem þessa, ekki síst þegar líka rignir.


Með trega tilkynnum við því hér með að ferðinni hefur verið frestað um óákveðinn tíma og verður það borið undir næsta félagsfund hvað skal gera í stöðunni.

Það er lítið gaman að vera á ferðinni í svona slagviðri þegar ekki er einu sinni hægt að standa af sér rigninguna með regnhlíf vegna vinds.


Okkur þykir þetta mjög miður en það er alltaf erfitt að sjá fram í tímann hvað veður varðar hér á okkar ágæta landi. Í þetta skiptið töpuðum við veðmálinu og í raun er þetta mikil óheppni því veðrið hefur verið stórfínt fram að þessu.

Því miður þá getum við ekki leyft okkur að bíða með ákvörðun til að sjá hvort að það verða einhverjar breytingar á veðurspánni þegar fram í vikuna kemur, þar sem við þurfum að virða afbókunarfresti hjá þeim aðilum sem við áttum pantað hjá.


Við þökkum þeim konum sem búnar voru að skrá sig í ferðina fyrir jákvæðar viðtökur og látum þetta ekki draga úr okkur kjarkinn. Förum þess í stað strax að hlakka til næsta kaffifundar sem verður haldinn mánudaginn 2. október kl. 20, í sal Grensáskirkju. Dagskrá hans og fyrirkomulag verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Það er spennandi vetur framundan í félagsstarfinu og ef mætingin verður eins góð og á septemberfundinum, þá er gott í vændum.

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page