top of page
Search

Hauststarfið fer af stað!

  • Stjórnin
  • Aug 27
  • 1 min read

ree

Mánudaginn 1. september nk. verður fyrsti kaffifundur félagsins á þessari haustönn. Fundurinn verður sem fyrr haldinn í Safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst kl. 20:00.

Við hefjum starfið með krafti og á fundinn mæta tveir hressir kappar. Albert Eiríksson ætlar að kynna fyrir okkur nýútgefna matreiðslubók sína. Við efumst ekki um að þar er að finna nýju uppáhaldsuppskriftirnar okkar.

Óli Geir ætlar svo að koma og kynna fyrir okkur latin dansleikfimi sem hann stendur fyrir og er tilvalin fyrir alla sem elska að dansa og vilja góða hreyfingu í skemmtilegum félagsskap.

Stjórnin mun svo einnig kynna haustferð félagsins sem nálgast óðum en fara á dagsferð upp á Akranes laugardaginn 13. september nk. - sannkallaða skvísuferð á Skagann!

Hlökkum mikið til að sjá ykkur sem flestar á mánudag!


Stjórnin.

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page