Jólablað Húsfreyjunnar er komið út!
- Stjórnin
- Nov 27, 2023
- 1 min read
Updated: Nov 29, 2023

Loksins!
Jólablað Húsfreyjunnar 2023 er komið út!
Eins og þið flestar vitið og munið þá er í blaðinu umfjöllun um félagið okkar og birtast þar margar girnilegar uppskriftir af jólalegum veitingum félagskvennanna okkar.
Albert Eiríksson sá um umfjöllunina og var það í höndum hans og ritstjórnar blaðsins að velja þær uppskriftir og tertur sem birtar eru í blaðinu.
Umfjöllin er hin glæsilegasta og getum við verið stoltar af okkar flotta félagi og myndarskap félagskvenna sem glögglega birtist í umfjölluninni. Myndatakan er einstaklega vel heppnuð og er þetta virkilega jólalegt og skemmtilegt.
Ennfremur vekur þetta athygli á okkar starfsemi og þessu rótgróna félagi sem eflist með hverjum mánuðinum, með aðstoð okkar kæru félagskvenna.
Til hamingju með þessa flottu umfjöllun!



Comments