Jólafundur félagsins verður 2. desember
- Stjórnin
- Dec 1, 2024
- 1 min read

Desemberfundur Félags austfirskra kvenna í Reykjavík verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 2. desember kl. 20:00. Það verður jólaleg stemning á fundinum enda aðventan gengin í garð.
Aðgangseyrir inn á fundinn er sem fyrr kr. 2.000,-. Enginn posi á staðnum en hægt er að millifæra á reikning félagsins eða greiða með peningum.
Á dagskrá verður meðal annars:
Jónína Dagmar frá Djúpavogi með ljúfa jólasögu
Hið sívinsæla jólahappdrætti. Glæsilegir vinningar!
Happdrættismiðar kosta 500 kr. stykkið (ef keyptir eru fjórir miðar þá fær kaupandinn fimmta miðann frítt!)
Hringskonur verða með söluborð á fundinum, til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Alltaf hægt að kaupa eitthvað fallegt af þeim í jólapakkana eða til heimilisins.
Kaffihlaðborð og rjúkandi heitt súkkulaði a la Guðný Sölva :-).
Hlökkum til að sjá sem flestar félagskonur og aðra gesti á þessum síðasta fundi ársins 2024!



Comments