top of page
Search

Jólafundur félagsins verður 2. desember

  • Stjórnin
  • Dec 1, 2024
  • 1 min read
ree

Desemberfundur Félags austfirskra kvenna í Reykjavík verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 2. desember kl. 20:00. Það verður jólaleg stemning á fundinum enda aðventan gengin í garð.

Aðgangseyrir inn á fundinn er sem fyrr kr. 2.000,-. Enginn posi á staðnum en hægt er að millifæra á reikning félagsins eða greiða með peningum.

Á dagskrá verður meðal annars:

  • Jónína Dagmar frá Djúpavogi með ljúfa jólasögu

  • Hið sívinsæla jólahappdrætti. Glæsilegir vinningar!

    Happdrættismiðar kosta 500 kr. stykkið (ef keyptir eru fjórir miðar þá fær kaupandinn fimmta miðann frítt!)

  • Hringskonur verða með söluborð á fundinum, til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Alltaf hægt að kaupa eitthvað fallegt af þeim í jólapakkana eða til heimilisins.

  • Kaffihlaðborð og rjúkandi heitt súkkulaði a la Guðný Sölva :-).


Hlökkum til að sjá sem flestar félagskonur og aðra gesti á þessum síðasta fundi ársins 2024!

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page