Jólafundurinn er framundan!
- Stjórnin
- Nov 28, 2023
- 1 min read

Þá er jólafundur félagsins framundan en hann verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 4. desember nk. kl. 20.
Við vekjum athygli á því að gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar.
Dagskrá fundarins er sérlega spennandi.
Boðið verður upp á hugvekju, söng/tónlist, upplestur og jólahappdrætti. Betra gerist það nú varla :-).
Guðný Sölva ætlar að sjá um að hita súkkulaði handa þeim sem það vilja og boðið verður upp á smákökur, randalín og sitthvað fleira góðmeti.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og við minnum á að það verður ekki posi á staðnum. Eins er vert að minna á að það sama gildir um kaup á jólahappdrættismiðum.
Allur ágóði af sölu happdrættismiða rennur til félagsins og eykur svigrúm þess til að styrkja góð málefni. Vinningarnir eru flottir og fjölbreyttir. Vonandi verður lukkan svo með í för hjá sem flestum.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á fundinum! Verið velkomnar!



Comments