top of page
Search

Merkisafmæli félagskonu

  • Stjórnin
  • Oct 16, 2024
  • 1 min read

Updated: Oct 23, 2024

ree

Stjórn félagsins hefur þann háttinn á að færa félagskonum sem eiga merkisafmæli á milli funda örlítinn glaðning frá félaginu sem þakklætisvott fyrir þeirra framlag til félagsstarfsins í gegnum árin og með hlýjum kveðjum frá félaginu. Er glaðningurinn afhentur á næsta félagsfundi eftir afmæli en ef viðkomandi kemst ekki á þann fund þá hefur formaður félagsins haft fyrir sið að mæta færandi hendi heim til viðkomandi.


Erna Jóhannsdóttir frá Fáskrúðsfirði varð 90 ára þann 3. september sl. en þar sem hún átti ekki heimangengt á októberfundinn fór Oddný Vala, formaður félagsins, með glaðninginn heim til hennar og var meðfylgjandi mynd af Ernu tekin við það tækifæri.


Við óskum Ernu innilega til hamingju með merkisafmælið og hlökkum til að hitta hana áfram í félagsstarfinu.

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page