Septemberfundur framundan!
- Stjórnin
- Aug 29, 2024
- 1 min read

Nú rúllum við hauststarfinu af stað í Félagi austfirskra kvenna í Reykjavík, með kaffifundi septembermánaðar mánudaginn 2. september kl. 20 í safnaðarheimili Grensáskirkju.
Á fundinum verður farið yfir félagsstarfið fram að jólum og spjallað yfir girnilegum kaffiveitingum. Eitthvað verður líka dregið upp úr pokahorninu, til skemmtunar og/eða fræðslu.
Sem fyrr þá kostar 2.000 kr. inn á fundinn (hægt að greiða með peningum eða millifæra). Stjórnin hefur ákveðið að leggja til við fundinn að öll innkoma þessa fundar verði lögð inn á söfnunarreikning fyrir Jónínu Hörpu Njálsdóttur og fjölskyldu á Neskaupstað, þeim til stuðnings í kjölfar mikilla áfalla sem yfir þau hafa dunið undanfarna mánuði. Tengsl fjölskyldunnar liggja víða um Austurland og hafa atburðirnir snert marga.
Hlökkum til að hitta ykkur 2. september nk.
Stjórnin



Comments