Sigrún Haraldsdóttir 100 ára!
- Stjórnin
- Dec 14, 2023
- 1 min read
Updated: Dec 28, 2023

Í dag, 14. desember, fagnar okkar kæra Sigrún Haraldsdóttir, félagskona í Félagi austfirskra kvenna í Reykjavík, 100 ára afmæli sínu.
Oddný Vala, formaður félagsins kíkti til Sigrúnar í dag og færði henni blómvönd og smá glaðning frá félaginu ásamt góðum kveðjum og kærum þökkum fyrir hennar góða framlag til félagsstarfsins. Myndin sem hér fylgir var tekin við það tækifæri.
Sigrún, sem er frá Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, var meðal annars 16 ár í embætti gjaldkera félagsins og mætir enn á fundi þegar þess er kostur. Það gera einnig systur hennar, Rannveig og Þórey.
Innilega til hamingju með stórafmælið, kæra Sigrún! Vonum að þú hafir notið dagsins vel með þínu fólki.
Við rákumst á skemmtilegt viðtal Alberts Eiríkssonar við Sigrúnu í blaði Franskra daga árið 2006 sem hægt er að lesa með því að smella á eftirfarandi slóð:



Comments