Skemmtiferð í Borgarfjörðinn 25. maí nk.
- Stjórnin
- Apr 30, 2024
- 1 min read

Framundan er langþráð dagsferð Félags austfirskra kvenna í Rvík.
Um er að ræða laugardaginn 25. maí nk. og er Borgarfjörðurinn fagri áfangastaður hópsins.
Lagt verður af stað með rútu frá Grensáskirkju kl. 10 og er áætluð koma til baka að Grensáskirkju um kl. 17:30.
Fyrst verður farið að Hraunfossum og fallegu fossarnir skoðaðir.
Þaðan verður farið í Húsafell þar sem boðið verður upp á dýrindis hádegisverðarhlaðborð á Bistró Húsafelli:
Salatbar, egg, salat, ólífur, sýrður rjómi ofl., pastasalat, tómat & mozarellasalat, kínóasalat, sætkartöflusalat, grillaðjur kjúklingur og hrísgrjón, kjötsúpa, grænmetissúpa, brauð & smjör, vatn/te/kaffi.
Eftir hádegismatinn förum við að Húsafellsbænum og njótum þar leiðsagnar heimafólks um sögu staðarins. Njótum fallega umhverfisins í Húsafelli og höfum gaman saman.
Á heimleiðinni verður komið við í Reykholti, rölt að Snorralaug og svo er kaffi og kaka á Fosshótelinu í Reykholti áður en lagt er af stað heim á leið.
Herlegheitin kosta 6.000,- krónur pr. manninn og er þá allt innifalið (matur og rúta).
Greiða þarf ferðina fyrir brottför inn á reikning félagsins:
Kt.: 450396-2499
Bankanr.: 537-26-500499
Skráning er hafin og stendur út miðvikudaginn 22. maí nk.
Hægt er að skrá sig í ferðina með eftirfarandi hætti:
Í gegnum eftirfarandi rafrænt skráningarform: SKRÁNING
Með skilaboðum í gegnum skráningarskema heimasíðunnar: Hafa samband
Það stefnir í skemmtilega ferð og frábæra samveru. Ef veðrið verður líka með okkur í liði þá getur þetta ekki klikkað!
Góð þátttaka er grunnurinn að góðri ferð!
Stjórnin



Comments