top of page
Search

Skvísuferð á Skagann 13. september

  • Stjórnin
  • Sep 5
  • 2 min read
ree

Þá styttist heldur betur í Skvísuferð á Skagann, dagsferð félagsins upp á Akranes laugardaginn 13. september nk.

Brottför verður frá Grensáskirkju kl. 10:00.

Þátttökugjald er kr. 8.000,- og er innifalið í því rútugjaldið, matur í Golfskálanum og heimsókn í bæði vitann á Akranesi og Byggðasafnið að Görðum.


  • Í ferðinni fáum við leiðsögn um Akranesvitann. Mögulega bresta einhverjir í söng þar enda hljómburðurinn í byggingunni einstaklega góður. Það er stuttur gangur að vitanum.


  • Við heimsækjum Verslunina Bjarg en þar má finna gæða kven- og karlmannsföt og snyrtivörur. Eigendur verslunarinnar ætla að bjóða hópnum 20% afslátt af öllum vörum verslunarinnar og bjóða líka upp á létta hressingu.


  • Við röltum aðeins áfram og kíkjum í fleiri búðir sem verða á vegi okkar á leið niður að torgi þar sem rútan bíður okkar. Þetta er ekki langur gangur en þær sem ekki treysta sér í það geta auðvitað fengið far með rútunni niður á torg og hinkrað eftir hópnum þar.


  • Eftir búðaröltið þá heimsækjum við Byggðasafnið að Görðum.


  • Að þessu öllu loknu eða um þrjúleytið þá snæðum við saman í Golfskálanum, eðalmat frá veitingastaðnum Galito. Í boði verður gómsætur kjúklingur, hrísgrjón, salat og gott brauð og kaffisopi á eftir.

    Við ætlum þar að eiga saman gæðastund fram að heimför.


  • Áætluð koma aftur að Grensáskirkju er á bilinu 17:00-17:30.


Skráning í ferðina hófst á kaffifundi félagsins síðastliðinn mánudag og eru nú þegar 22 félagskonur skráðar. Þær sem ekki skráðu sig þar geta skráð sig með því að smella á eftirfarandi slóð: Skráning í Skvísuferðina.


Opið verður fyrir skráningu út fimmtudaginn 11. september.


Við hvetjum ykkur til að skella ykkur með í þessa skemmtilegu ferð! Ferðalagið er stutt og þægilegt og það er alltaf gaman að komast aðeins út fyrir „pípuhliðið”. Akranes er blómlegur bær og verður gaman að skoða sig aðeins um þar.


ree


 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page