top of page
Search

Sonja Berg - minning

  • Stjórnin
  • Oct 23, 2024
  • 1 min read


ree

Sonja Berg, fyrrum formaður Félags austfirskra kvenna í Reykjavík, lést 3. október síðastliðinn og var útförin gerð frá Grensáskirkju í dag, 23. október.


Sonja fæddist 1. júlí 1943 í Reykjavík en hún ólst upp á Fáskrúðsfirði nánast frá fæðingu og til 16 ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur.

Hún hóf búskap með manni sínum Sverri Sigurðssyni árið 1962 og eignuðust þau þrjú börn; Sigurð, Þóru Halldóru og Oddnýju Ósk . Afkomendur Sonju og Sverris eru alls 25 talsins.


Sonja og Sverrir voru m.a. lengi burðarásar í safnaðarstarfi Grensáskirkju og sinntu þar margvíslegum hlutverkum en Félag austfirskra kvenna í Reykjavík hefur einmitt átt gott skjól hjá þeirri kirkju í áraraðir og fundir félagsins eru enn haldnir í aðstöðu kirkjunnar.

Sonja var virk í starfi Félags austfirskra kvenna í Reykjavík um áraskeið og var formaður þess á tímabilinu 1998 - 2002. Var hún 4. formaður félagsins.


Sonja var mikill Fáskrúðsfirðingur alla tíð og eyddi síðustu æviárunum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði, þar sem hún lést.


Félag austfirskra kvenna í Reykjavík sendir fjölskyldu og ástvinum Sonju dýpstu samúðarkveðjur, með þakklæti fyrir góða og gefandi samleið og framlag Sonju til félagsins og starfsemi þess.


Guð blessi minningu Sonju Berg.

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page