Spennandi dagskrá framundan á nóvemberfundi félagsins!
- Stjórnin
- Nov 3, 2023
- 1 min read

Mánudaginn 6. nóvember kl. 20:00, verður nóvemberfundur félagsins haldinn í
safnaðarheimili Grensáskirkju. Minnt er á að fundir félagsins fara nú fram í nýrri sal kirkjunnar og er gengið inn í þann sal um aðaldyr kirkjunnar.
Dagskrá fundarins er mjög spennandi.
Aðal fyrirlesari verður Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð. Beta er landsþekktur næringarfræðingur sem hefur ráð undir rifi hverju og ætlar hún að flytja okkur fróðlegt og uppbyggilegt erindi um þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar.
Hringskonur verða með handverk til sölu á meðan á fundinum stendur, til styrktar Barnaspítala Hringsins og mögulega höfum við platað Jónu Hallgrímsdóttur félagskonu og harmonikkuleikara til að taka nikkuna með á fundinn og spila nokkur fjörug lög fyrir okkur :-).
Kaffihlaðborðið verður að sjálfsögðu til staðar. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og greiða verður með peningum þar sem félagið býr ekki enn svo vel að hafa posa.
Hér er vefslóð á Facebook auglýsingu um viðburðinn: https://www.facebook.com/events/650229430514584?ref=newsfeed
Hlökkum til að sjá ykkur!



Comments