top of page
Search

Spennandi dagskrá á nóvemberfundi félagsins!

  • Stjórnin
  • Oct 27, 2024
  • 1 min read
ree

Það styttist í nóvemberfund félagsins.

Hann verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 20:00.

Ýmislegt skemmtilegt verður í boði á fundinum.

Margrét frá Logy fatnaði sýnir það allra heitasta í fatatískunni fyrir jólahlaðborðin og skemmtilegheitin sem framundan eru á aðventunni. Margrét er hress og skemmtileg og hefur verið lengi í bransanum. Margir kannast við hana frá tísku- og sölusýningum í félögum eldri borgara víða um borgina. Aðrir muna eftir henni frá því að hún bjó á Stöðvarfirði sem ung stúlka :-).

Benný Sif Ísleifsdóttir rithöfundur frá Eskifirði ætlar að kynna fyrir okkur nýjustu afurð sína, bókina Speglahúsið. Það er alltaf tilhlökkunarefni að lesa bók eftir Bennýju Sif og verður spennandi að heyra hvert umfjöllunarefni hennar er í þessari bók.

María Bóel Guðmundsdóttir söngkona úr Neskaupstað ætlar að gleðja okkur með söng á fundinum. María Bóel gaf nýlega út lagið Sjö ár síðan sem hún samdi ásamt tveimur höfundum sem sigrað hafa Söngvakeppni sjónvarpsins, þeim Þórunni Ernu Clausen og Pálma Ragnari Ásgeirssyni.


Kaffihlaðborðið verður á sínum stað, að venju.

Aðgangseyrir er kr. 2.000,- og verður hægt að greiða með peningum og millifæra (enginn posi).

Hlökkum til að sjá sem flestar!

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page