Styrkur til fjölskyldna á Neskaupstað til að mæta fjárhagstjóni vegna snjófljóða
- Stjórnin
- Aug 31, 2023
- 1 min read

Á aprílfundi félagsins var samþykkt að félagið styrkti söfnun Rótarýklúbbs Neskaupstaðar um kr. 100.000,- en klúbburinn setti af stað söfnun til stuðnings fólki sem varð fyrir fjárhagslegu tjóni vegna snjóflóðanna á Neskaupstað í mars sl.
Samkvæmt frétt hjá fréttamiðlinum Austurfrétt þá söfnuðust alls hátt í 30 milljónir. Þar af gaf Síldarvinnslan átta milljónir, SÚN fjórar, Alcoa ríflega fjórar milljónir, Sparisjóður Austurlands eina, Steinninn, góðgerðarsamtök sem reka nytjamarkað á Neskaupstað, 1,1 milljón króna og Alcoa Fjarðarál ríflega fjórar milljónir,
Haft er eftir Guðmundi Höskuldssyni formanni klúbbsins í frétt Austurfréttar að styrkir hafi borist víða að og dæmi hafi verið um að einstaklingar hafi gefið allt að hálfa milljón króna án þess að eiga augljós tengsl við Norðfjörð.
Félag austfirskra kvenna í Reykjavík er stolt af því að hafa getað lagt af mörkum til fjölskyldna fyrir austan sem lentu í þessum hamförum og urðu fyrir bæði fjárhaglegu og tilfinningalegu tjóni.
Hér er slóð á frétt Austurfréttar um söfnunina:
https://austurfrett.is/frettir/hatt-i-30-milljonir-soefnudhust-i-soefnun-rotaryklubbs-neskaupstadhar
Mynd/Landsbjörg



Comments