top of page
Search

Vel heppnaður aðalfundur

  • Stjórnin
  • Mar 23
  • 1 min read

ree

Aðalfundur Félags austfirskra kvenna í Reykjavík fór fram 3. mars síðastliðinn í safnaðarsal Grensáskirkju. Frábær mæting var á fundinn og góð stemming í hópnum. Hattaþema var á fundinum og skörtuðu margar fundarkonur höfuðfötum af ýmsu tagi.

Ein breyting varð á stjórn félagsins. Kristín Hjartardóttir gaf ekki áfram kost á sér og var Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir frá Djúpavogi kjörin inn í hennar stað. Oddný Vala Kjartansdóttir var endurkjörin formaður félagsins.

Skoðunarkonur félagsins voru endurkjörnar, þær Ásgerður Ásgeirsdóttir og Halldóra Karlsdóttir.

Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og reikningar félagsins samþykktir. Samþykkt var að hækka árgjöldin um 1.000 krónur og eru þau nú 4.000,- krónur. Einnig var samþykkt að hækka aðgangseyri kaffifunda félagsins um 500,- eða í 2.500,- kr.

Samþykktar voru tvær stærstu styrkveitingar félagsins á árinu og verður gerð betri skil á þeim í annarri færslu á miðlum félagsins.

Boðið var upp á glæsilegt hlaðborð frá Grillvagninum sem sló í gegn eins og á fyrri aðalfundum félagsins. Það klikka ekki steikurnar hjá þeim félögum!

Systurnar Sara Lovísa og Silja Katrín og Hrafnhildur vinkona þeirra fluttu söng- og dansatriði með aðstoð Jónu Svandísar, móður Söru og Silju. Slógu þær í gegn með fallegum og einlægum flutningi á lögum sem innihéldu mikilvægan boðskap um frið og kærleika.


Í lok fundar var myndataka og til gamans var hópnum skipt upp eftir því hvar ræturnar helst lágu hjá fundarkonum. Sjá má afrakstur myndatökunnar á myndasíðu félagsins.

 
 
 

Comments


Austfirskar

  • Facebook

©2023 by Austfirskar. Proudly created with Wix.com

bottom of page